Tannlos og tannholdssjúkdómar
Bakteríur, skán og tannsteinn geta valdið tannholdsbólgu. Þá verður tannholdið rautt, bólgið og það blæðir auðveldlega úr því.
Ef tannholdsbólgan er ekki meðhöndluð leiðir það að lokum til þess að beinið sem umlykur tennurnar og heldur þeim föstum byrjar að rýrna og tennurnar losna.
Einkenni tannholdsbólgu:
– Blæðing
– Tannholdið hörfar þannig að tennurnar virka stærri.
– Tennurnar færast til og bil geta myndast á milli þeirra
– Tennurnar losna
– Tannsteinn hleðst upp
– Andremma
Reykingar eru stór áhættuþáttur fyrir tannholdssjúkdóma. Einnig er erfiðara að meðhöndla tannholdssjúkdóma hjá reykingafólki því reykingar draga úr endurnýjunarmætti slímhúðar munnholsins auk þess sem varnir líkamans gegn sýkingum minnka.
Hægt er að fyrirbyggja tannholdsbólgu og tannholdssjúkdóma með góðri munnhirðu, reglulegri tannhreinsun hjá tannlækni og góðri samvinnu tannlæknis og sjúklings.