Árleg skoðun
Skoðun
Að koma árlega í skoðun skiptir miklu máli fyrir þínar tennur og munnheilsu.
Það eru ekki bara skemmdir í tönnum sem uppgötvast í skoðun heldur skoðum við líka bitið og ástand munns. Við skoðum slit tanna og mögulegar sprungur, tannlos, tannstein og ástand tannholds.
Slímhúð er einnig skoðuð vel með tilliti til slímhúðarbreytinga sem geta þróast yfir í krabbamein. Í skoðun tökum við einnig röntgenmyndir sem eru nauðsynlegar til að meta tennur og beinið sem umlykur þær. Við notum aðeins digital röntgentækni sem minnkar geislun margfalt miðað hvernig röntgenmyndir voru teknar hér áður fyrr.
Margir undirliggjandi sjúkdómar og lyf geta einnig haft neikvæð áhrif í munnholi.
Í skoðun framkvæmum við yfirleitt líka tannhreinsun þar sem við fjarlægjum tannstein og pússum burt lit og skán.
Við gerum alltaf kostnaðaráætlun áður en meðferð hefst
Ef eitthvað þarf að gera við bókum nýjan tíma í það.