Skaðsemi orkudrykkja í munni
Orkudrykkir
Mikil og tíð neysla orkudrykkja getur skaðað tennur með því að leysa upp tannglerunginn. Þá verða tennurnar gulari en einnig næmari fyrir kulda og hita. Glerungur sem hefur eyðst myndast ekki aftur.
Munnvatnið ver tennurnar en verndunarmáttur þess verður lítill ef súr orkudrykkur (ph < 5.5) fær að baða tennurnar með jöfnu millibili.
Glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi.
Skoðið endilega þetta veggspjald sem Landlæknisembættið útbjó: