Munnþurrkur
Fjöldi fólks þjáist af munnþurrki sem er afar óþægilegur. Að auki eykur hann líkurnar á tannskemmdum og öðrum vandamálum í munnholi töluvert.
Munnþurrkur getur aukist með aldri og er einnig mjög algeng aukaverkun lyfja.
Nokkur ráð frá okkur:
•Skolið munn með vatni eftir máltíðir
•Notið tannverndarvörur sem innihalda flúor
•Tyggið sykurlaust tyggjó eftir máltíðir
•Prófið vörur sem örva munnvatnsflæði. Td Hap+ molana
•Og eins og alltaf leiðir góð munnhirða og góðar matarvenjur til heilbrigðari munns.