Áhrif bakflæðis í munni

Áhrif bakflæðis í munni

 

Bakflæði uppgötvast stundum í tannlæknastólnum þegar tannlæknir verður var við glerungseyðingu.  Glerungseyðing verður þegar sýra leysir upp glerung tanna og hann þynnist og eyðist. Þó glerungurinn sé harðasta efni líkamans er hann berskjaldaður þegar hann er liggur í sýrubaði.

Orsökum glerungseyðingar má skipta í tvennt:

 

• Ytri þættir: Mataræði og lífsstíll. Td tíð neysla súrra orkudrykkja

• Innri þættir: Bakflæði og uppköst

 

Glerungur sem hefur eyðst myndast ekki aftur. Tennurnar verða gular, viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á tannskemmdum

 

 Einkenni bakflæðis geta verið ansi mismunandi og oft óljós en þau helstu eru:

• Algengast er að fá brjóstsviða, brunatilfinningu undir bringubeini eða í háls.

• Sumir finna eitthvað gúlpast upp í sig, súr ropi.

• Ógleði og velgja

• Einkennin versna yfirleitt eftir máltíð, við að leggjast út af eða beygja sig fram.

• Sumir finna fyrir andþyngslum eða hæsi.

• Brjóstverkur

• Einkenni geta verið afar mismunandi milli einstaklinga

 

Greinar

Annað tengt efni