Rótfyllingar

Innri hluti tanna er lokað rými sem teygir sig frá rótarenda og upp í krónuhluta tannarinnar. Þetta rými kallast púlpa. Púlpan inniheldur æðar og taugar.

Ef þessi hluti tannar skaðast af áverka eða af völdum baktería leiðir það að lokum til sýkingar og þá þarf að rótfylla. Það geta einnig verið aðrar ástæður fyrir því að rótfyllingar er þörf eins og td. ef tönnum er gníst eða pressað kröftugt yfir langan tíma.

Tannskemmd getur náð svo djúpt inn í tönn að hún nær til púlpu. Þetta leiðir að lokum til þess að bakteríurnar ná til púlpu og rótarganga hennar.

Það er sýkingin af völdum bakteríanna sem veldur tannpínu.

Ónæmiskerfi líkamans nær ekki til rótarganganna því þetta er eins og fyrr segir lokað rými inn í tönninni.

Eftir að búið er að hreinsa tönnina að innan og rótfylla getur hún virkað eins og venjulega. Rótfylltar tennur verða stökkar og brothættar eftir að búið er að rótfylla þær. Mikilvægt er því að gera vel við hana á eftir og mælum við með því að sett sé postulínskróna yfir tönnina til að hindra að hún klofni.

Greinar

Annað tengt efni