Postulínskrónur og brýr

Króna

Króna er sett yfir eina tönn en brýr loka bilum þar sem eina eða fleiri tennur vantar. Þegar stóran part tannarinnar vantar þarf stundum að setja yfir hana postulínskrónu. Fyrst er tönnin slípuð til og skönnuð í þrívídd. Tannsmiðurinn tekur nú við og býr til fallega postulínskrónu sem í næstu heimsókn er límd föst. Í millitíðinni er gerð bráðabirgðakróna svo þú þurfir ekki að vera án tannar.

Postulínskrónur eru ákaflega sterkar og endast vel. Þær henta betur en of stórar fyllingar sem brotna auðveldlega við mikið bitálag.

Brú

Ef það vantar eina eða fleiri tönn getur verið að brú sé besta valið til að loka bilinu. Þá eru nærliggjandi tennur slípaðar til og notaðar sem festing fyrir brúnna.

Skelkrónur

Skelkróna er stundum gerð og sett framan á tennur ef framhlið tannar er ójöfn, lituð eða vantar hluta hennar en tönn að öðru leyti heil.

Einnig er hægt að loka bilum milli tanna með skelkrónum.

Greinar

Annað tengt efni