Höfuðverkur-kjálkaliðsvandamál
Tanngnístur/pressun tanna verður sífellt algengara í samfélagi þar sem stress eykst stöðugt.
Því miður getur þetta leitt til óafturkræfs slits á tönnum, sprungumyndanna í tönnum og margs konar einkenna svo sem þreyttra kjálkavöðva, tannakuls, verkja í kjálkaliðum, smella í kjálkaliðum, eyrnasuðs og verkja frá hálsi og herðum.
Meðhöndlunin á þessum einkennum fer algjörlega eftir greiningu á vandanum en oft er framleidd bitskinna sem er gerð fyrir hvern og einn einstakling eftir þríviddarskanni af tönnum. Sofið er með bitskinnuna.
Jafnvægi í bitinu getur tapast við mikið gnístur og reyndar af öðrum orsökum eins og td. ef maður missir tönn og því þarf stundum að gera breytingar á biti
Við höfum sótt endurmenntun í bitlækningum hjá Dawson academy sem er stofnun um framhaldsmenntun og rannsóknir i bitlækningum.